Öldungur sendur að flaki Moskvu

Mynd þessi er tekin í skipasmíðastöð í Sankti Pétursborg 17. …
Mynd þessi er tekin í skipasmíðastöð í Sankti Pétursborg 17. nóvember 1913 og sýnir sjósetningu Kommúnu. Fyrstu 10 árin hét skipið Volkhov.

Eldflaugabeitiskipið Moskva, stolt Svartahafsflota Rússlands, hefur legið á hafsbotni síðan því var sökkt undan ströndum Úkraínu með tveimur skipaflaugum hinn 14. apríl síðastliðinn. Um borð er ýmiss leynilegur tæknibúnaður sem Moskvuvaldið vill síður að endi í höndum Atlantshafsbandalagsins, en að auki er talið hugsanlegt að í flakinu megi einnig finna tvær öflugar skipaflaugar sem útbúnar eru kjarnaoddi. Nú berast fregnir af því að rússneskur herskipafloti stefni í átt að Moskvu og samanstendur hann af átta skipum. Eitt þessara skipa er björgunarskipið Kommúna sem sérhannað er til að endurheimta kafbáta af hafsbotni. Kommúna er þó fjarri því að vera unglamb, var smíðað árið 1912 og fagnar því 110 ára afmæli sínu í nóvember á þessu ári.

Kommúna var smíðuð í skipasmíðastöðinni Pútilov, nú Kírov, í Sankti Pétursborg í Rússlandi og tekin í þjónustu Rússlands 14. júlí 1915. Skipið hefur gegnt herþjónustu í keisaraflota Rússlands, sjóher Sovétríkjanna og nú...