Hvað varð um rússneska herinn?

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ásamt varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu. Myndin er tekin …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti ásamt varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu. Myndin er tekin á Rauða torginu í Moskvu, nýliðinn sigurdag. AFP/KIRILL KUDRYAVTSEV

Hinn 9. maí sl. héldu Rússar upp á sigurdaginn svonefnda og minntust þess þegar Sovétríkin sálugu unnu sigur á Þriðja ríki Þýskalands árið 1945. Fyrsta sigurdagshátíðin var haldin kl. 10 að morgni 24. júní 1945. Sú næsta var þó ekki haldin fyrr en árið 1965 og svo aftur 1985. Árið 1995 ákvað þáverandi Rússlandsforseti, Boris Yeltsín, að sigurdagurinn skyldi haldinn árlega og hefur það staðist. Ástæðan var einföld, Rússar voru að tapa fyrra Téténíustríðinu og þurfti Moskvuvaldið nauðsynlega að bæta móral heima fyrir. Á sigurdeginum er vanalega öllu tjaldað til, taka þar þátt allar sveitir rússneska heraflans. Það vakti því mikla athygli í ár þegar flugher Rússlands, sem vanalega er mjög áberandi á þessum hátíðarhöldum, var fjarverandi með öllu. Og það þrátt fyrir að hafa dagana á undan æft lágflug yfir Rauða torginu. Var flugherinn, að sögn sérfræðings, fjarverandi til að koma í veg fyrir vandræðalega uppákomu. En það var þó fleira sem vantaði.

Dögum saman fylgdist...