Sá besti allra tíma

Ronnie O’Sullivan, sjöfaldur heimsmeistari í snóker og efsti maður heimslistans, …
Ronnie O’Sullivan, sjöfaldur heimsmeistari í snóker og efsti maður heimslistans, sýnir listir sínar á mánudag við opnun snókerakademíu, sem verið var að opna í Singapúr og er kennd við hann. AFP

Snókergoðsögnin Ronnie O'Sullivan komst í fréttir í vikunni þegar hann lýsti yfir því að Kínverjar væru í kjörstöðu til að „einoka“ snókeríþróttina og nú þegar væru komnir fram þrír til fjórir spilarar, sem hefðu allt til að bera til að verða heimsmeistarar.

O'Sullivan ætti að vita það. Hann hefur orðið heimsmeistari sjö sinnum, nú síðast í maí. Orðin lét hann falla af því tilefni að hann var staddur í Singapúr til að opna nýja snókerakademíu í sínu nafni. Hann sagði um leið að íþróttin ætti gróskutíma fyrir höndum í Asíu.

Akademían er ætluð fyrir efnilega snókerspilara í Asíu og telur O'Sullivan að þar séu allar forsendur til að auka vinsældir greinarinnar.

Sjöundi heimsmeistaratitillinn

„Í hvert skipti, sem við komum til Asíu – Kína, Taílands, Singapúr – er mikil spenna,“ sagði hann. „Ég held að eigi greinin að vaxa og ná jafnvel golfi og tennis... ég held að Asía sé kannski staðurinn...