„Markmiðið var að vinna“

Perla Sól Sigurbrandsdóttir með bikarinn og íslenska fánann eftir sigurinn …
Perla Sól Sigurbrandsdóttir með bikarinn og íslenska fánann eftir sigurinn glæsilega í Finnlandi um síðustu helgi. Ljósmynd/GKÍ

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi og lauk um síðustu helgi.

Perla Sól er fædd árið 2006 og verður því 16 ára í haust. „Undirbúningurinn gekk mjög vel. Mig hefur alltaf langað til að vinna þetta mót og það var markmiðið hjá mér fyrir mótið,“sagði Perla Sól við Morgunblaðið. Hún keppti einnig á Evrópumótinu í fyrra og varð þá í sjöunda sæti.

Yfir 70 keppendur á mótinu voru með 0 eða lægri forgjöf. Lægsta for-gjöfin var -5 og 30 keppendur voru með -3 eða lægra í forgjöf á mótinu.

Keppnin var mjög jöfn á mótinu sigurinn var ekki í höfn hjá Perlu Sól fyrr en á 18. holu.

Stressandi á lokapúttinu

Á 18. holu mátti Perla tvípútta en náði ekki að tryggja púttið, svo hún þurfti að setja næsta högg niður. Það tókst henni og sigurinn var því tryggður.

„Lokapúttið var alveg smá stressandi....