Úramarkaðurinn leiðréttir sig

Gestur gengur fram hjá auglýsingu Rolex á sýningu í Sviss. …
Gestur gengur fram hjá auglýsingu Rolex á sýningu í Sviss. Það er breytilegt eftir framleiðendum hversu vel notuð úr halda sér í verði en eftirsóttustu notuðu úrin seljast langt yfir listaverði, í takt við lengd biðlista eftir nýjum úrum. AFP

Fyrir nokkrum árum skoðaði ég vandlega þann möguleika að setjast að í lágskattaborginni Hong Kong. Ég hef heimsótt borgina nokkrum sinnum og finnst kraðakið og andinn þar eiga einkar vel við mig. Svo þreytist ég ekki á kínverskri matargerð og finnst bara notalegt að búa í agnarsmárri íbúð.

Eitt af því sem ég uppgötvaði, þegar ég skoðaði aðstæður í Hong Kong, var að ef ég ætlaði að flytja þangað þyrfti ég helst að byrja á að heimsækja Frank Michelsen og fjárfesta í góðu armbandsúri. Í Hong Kong leggur fólk nefnilega mikið upp úr því að eiga vönduð og fín úr sem stöðutákn. Þessi mikli áhugi borgarbúa á dýrum úrum kemur til af því að í Hong Kong er af og frá að reka bíl. Því er ekki hægt að slá um sig með því að aka um á þýskri glæsikerru eða bandarískum kagga. Svo eru hér um bil allar íbúðir svo litlar og fermetraverðið svo svimandi hátt að það er ekki inni í myndinni að bjóða gestum í heimsókn til að monta sig af nýja gasgrillinu og heita pottinum.

Eflaust hafa...