Vopn til að beita á vígvellinum

Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan rússnesku ræðismannsskrifstofuna í New …
Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan rússnesku ræðismannsskrifstofuna í New York í maí til að mótmæla nauðgunum rússneskra hermanna í Úkraínu og skora á Rússa að stöðva kynferðisofbeldi rússneska innrásarhersins. Ráðamenn í Moskvu sögðu ásakanirnar lygar. AFP

Hryllilegar frásagnir um að rússneskir hermenn nauðgi og misþyrmi konum hafa borist frá Úkraínu. Rússar neita og tala um lygar, en frásagnirnar eru margar og oft er lítið gert til að breiða yfir hryllinginn.

Í byrjun júní skoruðu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið á Rússa að stöðva kynferðislegt ofbeldi herja sinna í Úkraínu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

„Það er undir Rússum komið að stöðva nauðganir, ofbeldi og voðaverk í eigin röðum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum þá. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, fordæmdi við sama tækifæri grimmdarverk Rússa. „Fyrir þessa glæpi þarf og verður refsað,“ sagði hann. „Til að draga hina seku til ábyrgðar þurfum við sönnunargögn og við erum nú að safna gögnum um þessa glæpi.“

Þessi umræða varð til þess að Vassilí Nebensía, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, gekk af fundi öryggisráðsins og þvertók...