Þrátt fyrir hugprýði blása vindar víða

Hin mikla útför Bretadrottningar er að baki og geta heimamenn horft stoltir mjög yfir sviðið og fagnað því hversu vel og af miklu öryggi þeim tókst að halda utan um annan eins atburð og þennan.

Hætta er á vaxandi þreytu í utanaðkomandi stuðningi

Úkraínustríðið, með allar þær hrollvekjur sem þeim ósköpum fylgja, heldur áfram, en fréttir þaðan eru teknar að færast sífellt aftar í uppslætti blaða og annarra miðla.

Það er ekki vegna þess að aukin léttúð hafi náð yfirhönd varðandi mál sem á alla alvöru skilið. Samúðin hefur heldur ekki fjarað út gagnvart þeirri þjóð þar eystra sem sætir árásum á land sitt og atlögu að fullveldi sínu. Því fer víðs fjarri. Þvert á móti hafa gefist næsta óvænt tækifæri til að samfagna árangri varnarsveita heimamanna, þvert á spár. En það er eðli frétta og gildir um stórar fréttir og smáar, að þær eru fyrirferðarmestar fyrst í stað, en þegar nýjabrumið fer af atburðinum fækkar fréttum, líka þeim stærstu. Og...