Pútín opnar á vopnahlé - ESB andar léttar

Pútín forseti Rússlands spilar eftir eyranu. Honum fellur ekki að fylgja eingöngu þeim nótum sem aðrir hafa fellt á blað. En það breytir ekki hinu, að þeir sem hafa fylgst með frumkvæði hans eða viðbrögðum við ákvörðunum annarra, sem snerta hagsmuni hans eða Rússlands, sem hann gerir ekki mun á, þykjast geta lesið hin pútínsku tilþrif betur en áður.

Vanmetinn og vildi það

Vestrænir áhrifamenn hafa sveiflast til í einkunnagjöf, sem þeir töldu sér óhætt að gefa Pútín og hinu víðfeðma ríki hans. Eftir fall Sovétríkjanna þótti þeim harla lítið til hvoru tveggja koma, en létust fara vel með það álit, en gerðu það ekki. Iðulega var það haft til dæmis um um gjörbreytta stöðu og hnignun að efnahagur Rússlands væri varla á borð við Spán eða Niðurlöndin þrjú. Og við það bættist svo, að innviðir hins mikla ríkis minntu helst á ástand landa sem væru aftast í hópi þróunarríkja.

Þá var haft í flimtingum að þeir fremstu í „glæpahjörðinni“...