Kokkur Pútíns kræfur við kjötkatlana

Ekki eru til margar myndir af Jevgení Prígosjín. Hér sést …
Ekki eru til margar myndir af Jevgení Prígosjín. Hér sést hann (t.h.) sýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, verksmiðju, sem framleiðir skólamat rétt fyrir utan Pétursborg. Myndin var tekin 20. september 2010. AFP

Sprengjum rússnesks stórskotaliðs rignir í kringum Jevgen þar sem hann leitar skjóls í göngum og lýsir ástandinu á víglínunni í Bakmút, sem er í aðeins kílómeters fjarlægð, fyrir blaðamanni AFP. „Þetta er hryllingur þarna,“ segir Jevgen, 38 ára úkraínskur hermaður. „Jörðin er svört eins og malbik, Allt hefur verið eyðilagt, lík liggja úti um allt.“

Bakmút er í austurhluta Úkraínu. Þar eru saltnámur og vínekrur. Linnulausar árásir Rússa hafa dunið á bænum undanfarna mánuði á meðan rússneski herinn er á undanhaldi annars staðar í Úkraínu. Sérfræðingar og úkraínskir hermenn segja að málaliðar Wagner-sveitanna séu leiðandi afl í sókninni.

Maðurinn að baki Wagner heitir Jevgení Prígosjín, kaupsýslumaður með mikil ítök í Kreml og tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Bandaríska dagblaðið Washington Post hafði það fyrir satt á miðvikudag að Prígosjín hefði nýlega gagnrýnt Pútín fyrir það hvernig hann hefði stýrt hernaðinum í...