Örfáum sekúndum frá miðnætti

Tekist var á um eldflaugastöðvar Sovétmanna á Kúbu, meðal annars …
Tekist var á um eldflaugastöðvar Sovétmanna á Kúbu, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. AFP

Í janúar 2020 tilkynnti sérfræðinganefnd Bulletin of Atomic Scientists, tímarits kjarnorkuvísindamanna, að hún hefði ákveðið að stilla hina svonefndu „dómsdagsklukku“ sína á 100 sekúndur frá miðnætti. Var þetta í fyrsta sinn í sögu klukkunnar sem tíminn var mældur í sekúndum en ekki mínútum, og hefur klukkan aldrei staðið nær „miðnætti“, eða heimsendi. Var klukkan látin standa óbreytt í janúar 2021 og 2022.

Óhætt er að segja að útlitið hafi ekki batnað síðan í janúar 2022, þar sem innrás Rússa í Úkraínu hefur enn fært samskipti stórvelda heimsins í verra horf. Fyrir utan Úkraínu velta sérfræðingar á Vesturlöndum því upp nú hvort Kína muni reyna að endurheimta Taívan og nú síðast hafa verið vangaveltur um hvort Rússar kynnu að beita svonefndum „taktískum“ kjarnorkuvopnum á skotmörk í Úkraínu, og þá aftur hvaða afleiðingar slíkt kynni að hafa.

En hversu líklegt er að Pútín...