Stillum góðsemd í hóf. Hana má misnota

Morgunblaðið/Eggert

Landsmenn töldu sig lengst af búa við mjög hagfelld skilyrði, sem tryggðu að þeir hefðu bærilega stjórn á þeim landamærum sem ekki væru náttúruleg og auðvelt væri að verja hin. Þekkt var, að okkar helsta flugfélag lenti sjaldan í því að flytja „farþega“ í óleyfi inn í Bandaríkin. Gerðist það var tekið mjög hart á því vestra. Sennilega er þessu enn svipað varið, þótt undarlegt sé, þegar ógöngurnar við suðurlandamærin blasa við heiminum. Öðru máli gegnir um „flóttamenn“ sem koma fyrst til Keflavíkur, án vegabréfa eða skilríkja, sem þeir segjast hafa étið á leið sinni hingað. Íslendingar hafa reynslu af því í erlendum flughöfnum, að þar eru skilríki mynduð, þegar þeim er framvísað, áður en gengið er um borð. Sjálfsagt mætti gera kröfur um að skilríki væru eftir það í vörslu áhafna og afhent tollvörðum eða slíkum, þegar á áfangastað væri komið. Í Bandaríkjunum hefur stjórn Bidens algjörlega misst alla stjórn á suðurlandamærunum. Ólöglegir og iðulega...