Allir björguðust þegar Bergur sökk

30 árum eftir björgun. Aftari röð f.v.: Gísli Steingrímsson, Gísli …
30 árum eftir björgun. Aftari röð f.v.: Gísli Steingrímsson, Gísli Einarsson, Þórhallur Þórarinsson, Árni Stefánsson. Fremri röð f.v.: Kristinn Pálsson, Elías Baldvinsson, Gunnar Jónsson og Vigfús Waagfjörð. Þrír voru ekki viðstaddir. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson

Ellefu manna áhöfn bjargaðist í gúmmíbjörgunarbáti þegar síldarbáturinn Bergur VE 44 sökk undan Jökli um klukkan 20.15 að kvöldi 6. desember 1962, það er fyrir 60 árum. Bergur VE var á leið til hafnar með um 800 tunnur af síld þegar hann fékk á sig sjó, lagðist á hliðina og sökk. Skipverjar þurftu að hafa snör handtök við að sjósetja björgunarbátinn og koma sér um borð í hann því báturinn hvarf hratt í djúpið.

Stefán Stefánsson og áhöfn hans á Halkion VE bjargaði skipverjum af Bergi VE úr björgunarbátnum og sigldi með þá til hafnar. Morgunblaðið greindi frá sjóslysinu daginn eftir, 7. desember 1962, og ræddi við Stefán sem sagði m.a.: „Slysið vildi þannig til, að Bergur fékk á sig sjó og lagðist á hliðina. Hann réttist ekki við aftur, en sökk eftir nokkra stund.“ Austan kaldi var, en ekki mjög illt í sjóinn. „Skipverjum gafst tími til að koma út gúmbjörgunarbátnum. Þeir stukku niður í hann, en sumir fóru í sjóinn. Allir...