Eru flóðgáttirnar að opnast?

Stryker-drekinn ætti að geta nýst Úkraínumönnum mjög vel, verði hann …
Stryker-drekinn ætti að geta nýst Úkraínumönnum mjög vel, verði hann sendur til þeirra. AFP

Ákvörðun Frakka í síðustu viku um að senda Úkraínumönnum AMX-10 RC-léttskriðdrekann virðist hafa opnað fyrir flóðgáttir á sendingu vestrænna þungavopna til Úkraínumanna, þar sem Bandaríkjamenn og Þjóðverjar gáfu fljótlega eftir það loforð um að þeir myndu senda 50 Bradley-bryndreka og 40 Marder-bryndreka til átakasvæðanna.

Jafnvel er von á fleiri tegundum af bryndrekum og öðrum brynvörðum farartækjum, þar sem Bandaríkjastjórn íhugar nú að senda Úkraínumönnum Stryker-bryndreka. Er gert ráð fyrir að tilkynnt verði um endanlega ákvörðun af eða á í næstu viku þegar varnarmálaráðherrar vesturveldanna funda í Ramstein-flugstöðinni í Þýskalandi á föstudaginn, en líklegt er talið að sá fundur verði einn sá þýðingarmesti frá upphafi Úkraínustríðsins.

Stryker-drekinn þjónar að miklu leyti sama hlutverki og Bradley- og Marder-drekarnir, en þeir eru allir hugsaðir sem leið til þess að flytja fótgönguliða í skjóli brynvarnar hratt og örugglega á...