Galdramynt og galtómur tankur

Ósköp var notalegt að fylgjast með kraftaverkinu sem nokkurra gráðu hiti, rigning og rok geta gert á rúmum sólarhring. Margur hér á suðvesturhorninu hefur búið við „snjóþyngsli“ hið næsta sér, vikum saman. Þeir vita þó innst inni að þetta sem þeir bögglast yfir er hreint lítilræði þegar horft er til landans annars staðar, þar sem alvaran er önnur og tilþrifameiri en sú sem réttlætir tal okkar vælukjóanna. En þótt svo sé, þá má gleðjast yfir því. Og eins hinu að nú eru tveir dimmustu mánuðir hvers árs að baki og það fer ekki fram hjá okkur heldur og við vegsömum það.

Rafmagnaðar gervilausnir

Og á meðan maður stýrist af þess konar hugsunum þá kæmi ekki á óvart þótt brátt rynni upp fyrir mönnum að rafmagnsbílar eru sennilega á einhverjum misskilningi byggðir, þótt þeir séu notalegir og hljóðlausir. Í raun og veru gengur rafbíladæmið hvergi upp nema helst hjá okkur, þar sem rafmagnið er hér góðkynja, þegar hugsað er til og barist er við...