Endurheimta þarf getu hersins

Þýskalandskanslari beygir sig fyrir byssuhlaupi skriðdreka af Leopard-gerð í heimsókn …
Þýskalandskanslari beygir sig fyrir byssuhlaupi skriðdreka af Leopard-gerð í heimsókn á æfingasvæði. AFP

Olaf Scholz Þýskalandskanslari tilkynnti í febrúar síðastliðnum stefnubreytingu í öryggis- og varnarmálum. Tryggja ætti þýska hernum (þ. Bundeswehr) örugga fjármögnun og nýjustu hertæki til frambúðar. Verja ætti meira en tveimur prósentum af þjóðarframleiðslu Þýskalands til hersins, upphæð sem fer yfir það mark sem Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur lengi stefnt að fyrir aðildarríki sín. En nú nærri ári síðar hefur lítið sem ekkert spurst til þessa átaks – það helst að frétta að búið er að skipta út fyrri varnarmálaráðherra fyrir lítt þekktan flokksbróður kanslarans frá Neðra-Saxlandi. Og þau fáu nýju hergögn sem herinn hefur þó fengið í hendur, helst einkennisbúningar og bakpokar, voru pöntuð af fyrri stjórnvöldum. Greint er frá þessu í Der Spiegel.

Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur fengið aðildarríki NATO til að opna vopnabúr sín, en nú þegar 11 mánuðir eru liðnir frá því að fyrstu rússnesku skriðdrekarnir fóru yfir...