Allir eiga seinustu ferðina vísa

Dagarnir líða einn af öðrum. Á þessum degi, 17. mars, þegar þetta bréf er skrifað, sem er útfarardagur Jóhannesar Nordal, flutti Sigurður Nordal, árið 1940, sína frægu sögu um Ferðina sem aldrei var farin.

Taugar titra í bönkum austan hafs og vestan

Það er aldrei gott þegar bankar hreyfa sig óvænt og næstum án þess að eiginleg ástæða standi til slíks óróleika. Og það er einnig illa til fundið þegar tveir bankar, sem hafa ekki nein sjáanleg tengsl og hafa hallað sér í ólíkar áttir í sínum viðskiptum, eiga báðir óvænta kippi hvor í sinni heimsálfu. Og því má bæta við um ógóð tilþrif, þegar viðbrögðin virðast fumkennd og boðskapur helstu valdamanna er allur á skjön.

Það kom í hlut fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Janet Yellen, sem hafði það forskot á aðra að hafa áður gegnt embætti aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna, að opinbera hvernig stórveldið myndi bregðast við. Nú væru ekki lengur í gildi reglur, sem fyrr réðu ferð, og þess vegna...