Göngutúr Nixons stærsta fréttin
Vel heppnaður leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu er nýafstaðinn. Frægur er fundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs í Höfða 1986 og Ísland hélt fund utanríkisráðherra NATO 1968 í Háskólabíói, sem þótti einnig heppnast vel. Og um þessar mundir eru 50 ár síðan þeir hittust á fundi á Kjarvalsstöðum, Richard Nixon forseti Bandaríkjanna og George Pompidou forseti Frakklands.
Rétt er að rifja fundinn upp stuttlega á þessum tímamótum. Hann fór ekki í sögubækur sem sérstaklega árangursríkur og athygli vakti að leiðtogarnir gáfu ekki út sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. En menn voru sammála um að hann hefði verið jákvæður og létt á spennu milli Bandaríkjanna og Frakklands, sem var talsverð á þessum tíma. Íslendingum þótti fréttnæmast að Nixon forseti fór í langan göngutúr um miðbæinn og heilsaði fólki á báða bóga. Það var afar sjaldgæft að valdamesti maður heimsins fengi tækifæri til að hitta almenning á förnum vegi.
Fundur...