Geislasverðafélagið lítur dagsins ljós

Þau Steinar og Anna hafa lengi verið áhugafólk um geislasverð, …
Þau Steinar og Anna hafa lengi verið áhugafólk um geislasverð, en nýlega stofnuðu þau Geislasverðafélag Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þau Steinar Smári Hrólfsson og Anna Reneu hafa lengi verið áhugafólk um geislasverð, en fyrir rúmum mánuði stofnuðu þau Geislasverðafélag Íslands. Ásamt því heldur Steinar úti vinsælli youtube-rás og rekur fyrirtæki sem státar af því að hafa framleitt fyrsta íslenska geislasverðið.

„Hjá mér byrjaði þetta þegar ég sá Star Wars fyrst sem barn,“ segir Steinar spurður hvert hann reki áhuga sinn á geislasverðum. „Pabbi minn vildi ekki horfa á barnatímann á laugardagsmorgnum þannig að hann kveikti á Star Wars í myndbandstækinu, en síðan þá hef ég verið hugfanginn af geislasverðum. Mér hefur alltaf þótt sverðabardagar spennandi í bíómyndum og þess háttar og Star Wars tókst að fanga þann áhuga.“

„Ég ólst líka upp við að horfa á Star Wars, en það sem kveikti áhuga minn var þegar ég byrjaði í geislasverðabardagahópi 16 ára gömul í Kentucky, þaðan sem ég er. Síðan þá, undanfarin tíu ár, hef ég verið með annan...