Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Þjóðmálin
18. ágúst 2025
Stofnandi Icelandic Wildlife Fund (IWF) segir nauðsynlegt að setja fyrirtækjum sem framleiða lax í sjókvíaeldi leikreglur, þar sem dýravelferð og umgjörð sé afmörkuð. Hann segir aðrar matvælagreinar hafa mátt sætta sig við slíkt regluverk og stjórnmálamenn verði að girða sig í brók í þessum málum.
Nú er komin fram á sjónarsviðið lausn sem norsk eldisfyrirtæki þar í landi eru að setja upp. Það eru lokuð síló, einskonar búr þar sem kerfið er lokað og enginn fiskur sleppur, þó svo að sílóin séu í sjó. Mengun frá þeirri starfsemi sem notast við þennan nýja búnað er hverfandi. Þetta er vissulega dýrari leið en netapokar og miklu öruggari.
Ingólfur Ásgeirsson er gestur Dagmála en hann er einn reyndasti laxveiðimaður á Íslandi í dag. Hann stofnaði IWF til að bjarga laxinum sem á alls staðar undir högg að sækja. Ingólfur segir að sjálfsagt sé að veita þeim fyrirtækjum sem um ræðir aðlögunarfrest en þarna þurfi að setja leikreglur.
Hann gagnrýnir harkalega nýtt áhættumat sem er í smíðum fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar séu lausatök sem ekki sé hægt að sætta sig við og geti gengið af villta laxastofninum á Íslandi, dauðum.
Ingólfur fer yfir þjóðhagslegt mikilvægi laxveiðanna, fyrir dreifðari byggðir landsins, umhverfisslysið sem nú er í uppsiglingu og lausnina sem gæti gagnast öllum ef stjórnmálamenn þora að standa með laxinum.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.790 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska