Ástrós Guðjónsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir

Ástrós Guðjónsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir

Dansararnir Ástrós Guðjónsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir, sem helst eru þekktar fyrir frammistöðu sína með hljómsveitinni Hatara, ræddu við Ragnhildi Þrastardóttur um tengsl við dansinn, harkið í danssenunni og erfiða ferð til Ísraels. Þær kalla eftir vitundarvakningu um mikilvægi lista.

Bára Kristinsdóttir um samtímaljósmyndun og ferilinn

Bára Kristinsdóttir um samtímaljósmyndun og ferilinn

Bára Kristinsdóttir, ljósmyndari og eigandi sýningarrýmisins Ramskram, á að baki um fjörutíu ára feril og nokkrar einkasýningar. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Í nýjasta þætti Dagmála fer Bára yfir ferilinn og stöðu samtímaljósmyndunar á Íslandi.

Uppistandið erfið listgrein

Uppistandið erfið listgrein

Vilhelm Neto, leikari og uppistandari, ræðir við Ragnhildi Þrastardóttur í nýjasta þætti Dagmála. Í viðtalinu segir Vilhelm frá uppvextinum í Portúgal og á Íslandi, ræðir uppistandssenuna og leiklistarsenuna, húmorinn og listamannslífið. „Mér finnst þetta vera mjög erfið listgrein. Maður þarf mjög mikið að vera á tánum og tilbúinn einhvern veginn," segir Vilhelm sem var til að byrja með smeykur við uppistandið.