Húmorinn er grundvallarafstaða

Þórarinn Eldjárn hefur verið afar afkastamikill rithöfundur og þýðandi og er hann bæði þekktur fyrir verk fyrir börn og fullorðna. Í Dagmálum segir hann meðal annars frá nýju smásagnasafni sínu Umfjöllun, áhuga sínum á delluljóðum og íslenskum ævisögum og því markmiði að geta hlaupið tíu kílómetra hvenær sem er.

Við ákváðum að pönkast

Fríða Ísberg hefur gefið út ljóðabækur og smásasagnasafn og væntanleg er fyrsta skáldsagan hennar, aukinheldur sem hún er ein af Svikaskáldunum, sem gefið hafa út þrjár ljóðabækur og senda líka brátt frá sér skáldsögu.

Takmarkalaust tónleikaferðalag

Tónlistarmennirnir Jói Pé og Króli voru nýfarnir af stað í tónleikaferðalag um landið þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt innanlands. Viku eftir að tónleikaferðalaginu lauk voru nýjar takmarkanir settar á.

Úr sveitinni í tískubransann í London

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteina fyrir hæfileika sína og hefur unnið að auglýsingaherferðum fyrir stórfyrirtæki á borð við Nike og Apple. Saga ólst upp í sveit til 15 ára aldurs og segir hún hina stórbrotnu íslensku náttúru og allt sem henni fylgir hafa mótað sig. Hún er gestur Dóru Júlíu í Dagmálum.