Listir
3. mars 2021
Vilhelm Neto, leikari og uppistandari, ræðir við Ragnhildi Þrastardóttur í nýjasta þætti Dagmála. Í viðtalinu segir Vilhelm frá uppvextinum í Portúgal og á Íslandi, ræðir uppistandssenuna og leiklistarsenuna, húmorinn og listamannslífið.
„Mér finnst þetta vera mjög erfið listgrein. Maður þarf mjög mikið að vera á tánum og tilbúinn einhvern veginn," segir Vilhelm sem var til að byrja með smeykur við uppistandið.