Fimmtán mánuðir af hamfarastjórnun

Þremur vikum eftir að Brynhildur Guðjónsdóttir tók við starfi Borgarleikhússstjóra var starfsemi leikhússins nánast í lamasessi vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana sem honum fylgdu. Brynhildur er því búin að vera í krísustjórnun nánast alveg síðan hún tók við en nú horfir til betri vegar.

Gullkista af stórskrýtnum blaðagreinum

Hljóðlistakonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki, hefur samið fjölda hljóðinnsetninga, smíðað eigin sjálfspilandi hljóðfæri og starfað sem pródúsent í bandarísku fangelsi. Í nýjasta þætti Dagmála ræðir hún ferilinn og nýjasta verkið: Meira ástandið.

Reyndu að frumsýna sex sinnum

Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldór Gylfason leikarar eru gestir í nýjasta þætti Dagmála. Þau frumsýndu nýverið verkið Veislu ásamt fleirum. Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn en sex frumsýningartilraunir höfðu verið gerðar áður en loks tókst að frumsýna.

Sækir innblástur í nýjar upplifanir

Rakel Tómasdóttir myndlistarkona hefur getið af sér gott orð í heimi lista þrátt fyrir ungan aldur. Í nýjasta þætti Dagmála ræðir hún við Ragnhildi Þrastardóttur um ferilinn, innblásturinn, athyglina og einkennandi stíl.