Starfsmenn

Á Morgunblaðinu starfar stór hópur fólks með mismunandi bakgrunn í mjög fjölbreyttum störfum. En allir starfsmennirnir hafa það sameiginlega markmið að gefa út áreiðanlegan og vandaðan miðil. Metnaðurinn liggur í því að veita öllum viðskiptavinunum sem besta þjónustu. Nýliðar eru mikilvægir fyrir starfsemina þar sem ferskar hugmyndir blandast þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir er. Saman myndar allur þessi hópur sterka liðsheild sem býr yfir þeirri víðsýni og kunnáttu sem þarf til að ná settu marki.

Í boði eru fjölbreytt störf þar sem reynsla og þekking á mjög mörgum sviðum nýtist í fyrirtækinu.

Starfsmenn Morgunblaðsins eru um 300 talsins. Menntun starfsmanna er mjög fjölbreytt: Prentsmíði, prentun, rafeindavirkjun, rafvirkjun, vélvirkjun, tannsmíði, bakaraiðn, garðyrkjufræði, förðunarfræði. Háskólapróf í íslensku, bókmenntum, sagnfræði, þjóðfræði, heimspeki, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði, ensku, frönsku, málvísindum, leikhúsfræði, kvikmyndafræði, ljósmyndun, sálfræði, íþróttafræði, hagfræði, jarðfræði, landafræði, viðskiptafræði, lögfræði, ferðamálafræði, myndlist, verkfræði, iðnrekstrarfræði auk íþróttakennaraprófs og kennaraprófs.

Þeir sem hafa áhuga á að senda inn umsókn um starf hjá Morgunblaðinu geta gert það með því að fylla út eyðublaðið sem finna má með því að smella hér. Athugið að þetta á einungis við um starf hjá Morgunblaðinu ekki starf hjá öðru fyrirtæki sem auglýst er í Morgunblaðinu eða á Atvinnuvefnum.

Umsóknin verður geymd í 6 mánuði og getur umsækjandi að þeim tíma loknum fyllt út nýja umsókn vilji hann áfram koma til greina í laus störf.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarfnast aðstoðar varðandi starfsmannahald vinsamlegast sendu okkur þá tölvupóst á netfangið starfsmannahald@mbl.is og munum við svara fyrirspurn þinni sem allra fyrst.