Morgunblaðs-forritið á Android

Hér eru leiðbeiningar um hvernig setja eigi inn Morgunblaðs-forritið á Android-tæki:

 • 1

  Forrit fyrir Android tæki eru í Play Store (Google Play). Smellt er á stækkunarglerið sem er efst til vinstri til að fá fram leitarform.

 • 2

  Skrifaðu „Morgunblaðið“ í leitarformið.

 • 3

  Veldu svo blaðið á listanum sem kemur upp.

 • 4

  Smelltu á Install-hnappinn

 • 5

  Og svo á Accept í glugganum sem kemur upp.

 • 6

  Þegar tölvan er búin að sækja Morgunblaðsforritið og setja það upp smellir þú á Open til að ræsa það.

 • 7

  Þar smellir þú siðan á tannhjólið sem er efst til hægri.

 • 8

  Að lokum skráir þú þig inn með kennitölu og lykilorði.