„Heimurinn þinn er sjálfsblekking“

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spileríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.

Hér kemur í loftið annar Símaklefi kvöldsins en þar fer hljómsveitin Vök. Hún var stofnuð í febrúar í ár og spilar því á fyrsta sinn á Airwaves. Um er að ræða mjúka elektrótóna sem gleðja öll eyru sem á annað borð eru virk og á sínum stað. Sveitin spilaði í Norðurljósasal Hörpu síðastliðið miðvikudagskvöld og stígur aftur á stokk í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið klukkan 22:30. Í Símaklefanum tók sveitin lagið „Before“, en það hefst á orðunum „Your world is a self-delusion“. Monitor mælir með því að lesendur hafi þessi orð í huga það sem eftir lifir dags.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson