Hver er mamma Jons Snow?

Athugið: Fréttin hér að neðan segir frá kenningu um Game of Thrones og felur ekki í sér „spoiler“ af hefðbundnu tagi heldur einungis ágiskanir. Ágiskunin er hinsvegar það rökrétt að mörgum gæti fundist hún spilla gleðinni og því er rétt að vara við frekari lestri.

Kenning um ætterni Jons Snow gengur nú Game of Thrones-nörda á milli á veraldarvefnum. Enginn veit hver móðir hans er en hann er yfirleitt sagður bastarður Neds Stark.

Þegar David Benioff og D.B. Weiss báðu George R.R. Martin um leyfi til að gera sjónvarpsþætti eftir bókum hans lét hann þá fyrst giska á hver móðir Snows væri til að sanna fyrir honum að þeir væru þess verðugir. Af því má leiða að ætterni hans gæti skipt nokkru máli fyrir framvindu sögunnar.

Kenningin sem nú gengur manna á milli er talin trúverðug af flestum aðdáendum bókanna og þáttanna en samkvæmt henni var Lyanna Stark, systir Neds, móðir Snows. Hann mun hinsvegar rangfeðraður, sem betur fer, en talið er að Rhaegar Targaryen sé raunverulegur faðir hans. Þeir sem hafa fylgst vel með muna að Rhaegar rændi Lyönnu sem olli því að unnusti hennar, Robert Baratheon, lýsti stríði á hendur honum og varð í kjölfarið konungur.

Lyanna dó í millitíðinni en Ned Stark, sem hafði barist við hlið Robert Baratheon, sneri aftur til Winterfell með ungabarnið Jon Snow. Ástæða þess að Ned sagði Jon vera son sinn er sú að Robert Baratheon og Lannister-fjölskyldan vildi myrða alla meðlimi Targaryen-fjölskyldunnar og því hefði Snow ekki verið óhætt að bera nafn hennar.

Hvort kenningin haldi vatni á enn eftir að koma í ljós en hún verður í það minnsta að teljast nokkuð sennileg. Hér að neðan má sjá kenninguna útskýrða og hvaða afleiðingar það hefði á söguna ef hún reynist sönn. Þess má geta að margir aðdáendur þáttanna þrá að sjá Jon Snow og drekamóðurina Daenerys Targaryen eiga ástarfund. Ótal sögur hafa verið skrifaðar af aðdáendum um hvernig slíkur fundur myndi eiga sér stað og verða því eflaust einhverjir fyrir vonbrigðum ef í ljós kemur að þau séu skyld, þó slíkt þurfi vissulega ekki að koma í veg fyrir kynlíf eins og aðdáendur þáttanna vita vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson