Undirritun - Lífeyrissjóða -LB og LV.

Undirritun - Lífeyrissjóða -LB og LV.

Kaupa Í körfu

Lífeyrissjóður blaðamanna sameinast Lífeyrissjóði verslunarmanna SKRIFAÐ var undir samning í gær um sameiningu Lífeyrissjóðs blaðamanna við Lífeyrissjóð verslunarmanna. Sameiningin miðast við 1. janúar og skal hún vera frágengin 1. apríl næstkomandi, en samningurinn er undirritaður með fyrirvara um að aðildarsamtök og félög þeirra samþykki sameininguna. Við sameininguna tekur Lífeyrissjóður verslunarmanna við eignum og skuldbindingum Lífeyrissjóðs blaðamanna og sjóðurinn hættir sjálfstæðri starfsemi. MYNDATEXTI: Frá undirritun samningsins. Sitjandi frá vinstri Hjálmar Jónsson, í stjórn LB, Haraldur Sveinsson, formaður stjórnar LB, Víglundur Þorsteinsson, formaður stjórnar LV, og Magnús L. Sveinsson, varaformaður stjórnar LV. Standandi frá vinstri Þórarinn Gunnarsson, í stjórn LB, Krisján Már Unnarsson, í stjórn LB, og Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri LV.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar