Barnaspítalinn Hringurinn

Barnaspítalinn Hringurinn

Kaupa Í körfu

Kiwanisklúbburinn Eldborg átti 30 ára afmæli fyrir skömmu. Þetta varð klúbbfélögum m.a. tilefni til að gefa Barnaspítala Hringsins lungnaspeglunartæki fyrir nýbura og fyrirbura, sem nýhafin er framleiðsla á. "Tækið er eingöngu 2,8 mm að þvermáli sem gerir það að verkum að unnt er að spegla lungu nýbura og jafnvel fyrirbura. Jafnframt nýtist tækið sérstaklega vel við meðhöndlun barna með galla á efstu loftvegum. Sambærilegt tæki hefur ekki verið til á Barnaspítala Hringsins og raunar er þetta tæki hið fyrsta í Evrópu sinnar tegundar. Speglunartækið er af Olympus-gerð og er innflytjandi Inter hf. Verðmæti gjafarinnar er um 1,3 milljónir kr.," segir í fréttatilkynningu. Myndatexti: Frá afhendingu lungnasjárinnar til Barnaspítala Hringsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar