Tónlist

Tónlist

Kaupa Í körfu

Tónleikar í Ólafsfjarðarkirkju STYRKTARFÉLAG Tónskóla Ólafsfjarðar mun í samstarfi við menningarmálanefnd Ólafsfjarðar standa fyrir tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 6. febrúar nk. Á tónleikunum munu þær Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja fjölbreytta efnisskrá eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Anna Júlíana Sveinsdóttir hefur oft komið fram á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur sömuleiðis sungið fjölmörg óperuhlutverk við Ríkisóperuna í Aachen í Þýskalandi og í óperuuppfærslum hér heima. Anna Júlíana er söngkennari við Tónlistarskóla Kópavogs.MYNDATEXTI: Á tónleikunum munu þær Anna Júlíana Sveinsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir flytja efnisskrá eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Skyggna ír safni fyrsta birting: 19970314 Nr. 6 s. 52 röð 5 Lýsing: Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran th og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari tv mynd 23

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar