Hannover

Hannover

Kaupa Í körfu

Hannover, frystitogari þýska útgerðarfyrirtækisins DFFU, dótturfélags Samherja hf., kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir umfangsmikla viðgerð í Noregi. Frá Reykjavík mun skipið halda til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu og stunda þær veiðar til áramóta. Sem kunnugt er kom upp eldur í Hannover 14. maí sl. þar sem skipið var að veiðum á Grænlandshafi. Hannover var mikið skemmt, bæði af eldinum sjálfum en einnig af sóti og reyk sem fór um allt skipið. Meðal annars gereyðilagðist stjórnherbergi skipsins. Skipið var tryggt fyrir því eignatjóni sem varð. Tjón sem fellur á DFFU og þannig á Samherja hf. er hins vegar vegna þess aflataps sem varð meðan á viðgerð stóð en tryggingar fyrir slíku tjóni tíðkast ekki í útgerð. Þetta tjón nemur um 30 milljónum króna, eins og fram hefur komið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar