Sláttumynd

Sláttumynd

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki alltaf nóg að slá grasið og láta þar við sitja. Ef gangstétt eða vegur er við hlið grasblettsins sem sleginn er getur þurft að huga að grasinu sem þeyst hefur úr sláttuvélinni og upp á malbikið. Maðurinn, sem varð á vegi ljósmyndara í Fjölskyldugarðinum í Laugardal, hefur fundið ráð til að koma grasinu af malbikinu og aftur út á tún. Hann stillir sláttuvél sína þannig að hún blæs grasinu burt um leið og hann ýtir henni eftir stéttinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar