Mótmælafundur á Austurvelli

Mótmælafundur á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Til máls tóku Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í samtali við mbl.is sagði Sólveig Anna, þegar hún var á leiðinni á mótmælin, að mótmælin snerust um það, að hér væri hópur fólks sem nær aldrei að láta enda ná saman frá einum mánaðamótum til annarra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar