Bílar bíða eigenda sinna á Keflavíkurflugvelli

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bílar bíða eigenda sinna á Keflavíkurflugvelli

Kaupa Í körfu

HRJÓSTRUGT veðurfar undanfarinn sólarhring getur reynt á þolinmæði okkar mannanna. Engu er líkara en að bílaleigubílarnir á myndinni bíði eftir að sól hækki á lofti og ferðamönnum fjölgi sem fara um Keflavíkurflugvöll svo þeir komist aftur út á þjóðvegina. Þótt þeir séu með smá grátt í vöngum eru þeir reiðubúnir til fararinnar og reyna að lokka til sín þá fáu sem sniglast í kring. Það lengdi biðina í gærmorgun að ekki var hægt að hleypa farþegum frá Boston í Bandaríkjunum úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli í þrjá tíma sökum vinds.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar