Ungar vinkonur

Ungar vinkonur

Kaupa Í körfu

Fjölmargir lögðu leið sína í íþróttahús fatlaðra á laugardag, en þar kepptu miklir menn, rammir að afli, um Íslandsmeistaratitilinn í kraftlyftingum. Þar jafnaði kraftakappinn Auðunn Jónsson heimsmet í samanlögðu, þegar hann lyfti eittþúsund og fimmtíu kílóum. Þessar tvær ungu vinkonur fylgdust með, fullar forvitni og áhuga á því sem fram fór. Sátu þær í öruggri fjarlægð og á bak við verndandi plexigler kýraugans, sem er þó nokkru stærra en gengur og gerist á skipum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar