Amelía fer á ball.

Amelía fer á ball.

Kaupa Í körfu

Frá uppfærslu Tónlistarskóla Kópavogs á Amelía fer á ball. SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópavogs flytur einþáttunginn og gamanóperuna Amelía fer á ball eftir Gian Carlo Menotti, í Salnum kl. 20 í kvöld. Sagan fjallar um Amelíu sem leggur allt í sölurnar til að komast á glæsilegasta ball ársins í Mílanó, samskipti eiginmanns hennar, elskhuga og ástleitins lögreglustjóra. Amelía fer á ball er fyrsta fullmótaða ópera Menottis. Hún var frumsýnd árið 1937 við svo mikinn fögnuð að upp frá því var ferill hans í óperuheiminum samfelld sigurganga. Með hlutverk Amelíu fer Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, eiginmann hennar túlkar Unnar Geir Unnarsson og elskhuga Andri Stefánsson. Með önnur hlutverk fara Vigdís Ásgeirsdóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Davíð Viðarsson, söngnemi í Nýja Tónlistarskólanum. Leikstjórar eru Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkennari skólans, og Krystyna Cortes píanóleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar