ÍR - Valur 29:25

ÍR - Valur 29:25

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er óhætt að segja að jafnræði ríki með ÍR og Val. Bæði lið fóru með 8 stig með sér í úrvalsdeildina, þau luku þar keppni í öðru og þriðja sæti með 25 og 24 stig, og hafa nú unnið hvort annað í undanúrslitum Íslandsmótsins með sömu markatölu, 29:25. ÍR jafnaði metin í miklum baráttuleik á heimavelli sínum í Austurbergi í gærkvöld og þar með mætast þau í oddaleik að Hlíðarenda á sunnudaginn. Markvarsla Ólafs Gíslasonar hjá ÍR réð úrslitum, hann varði 23 skot, þar af 15 í síðari hálfleik, og það var hann sem gerði útslagið þegar Valsmenn gerðu sig líklega til að jafna á lokakafla leiksins. MYNDATEXTI: Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, lét mikið að sér kveða í síðari hálfleiknum gegn Val í gær í Austurbergi og skoraði 5 mörk, öll í síðari hálfleik. Liðin mætast í oddaleik um sæti í úrslitum á sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar