Leikskólinn Hjalli

Leikskólinn Hjalli

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er munur að vera með franskan rennilás eins og krakkarnir í leikskólanum Hjalla komust að þegar þeir hjálpuðu hvor öðrum við að reima í Hjalladal í Heiðmörk í gær. Krakkarnir voru í útskriftarferð í Vatnaskógi, þar sem þau stunda náttúruskoðun og njóta lífsins í þrjá daga, að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur leikskólastjóra. Leikskólinn Hjalli hefur í þrettán ár farið með elstu börnin í útskriftarferð og mörg þeirra upplifa þar sinn lengsta aðskilnað að heiman fram að því. Margrét segir börnin skemmta sér vel og vera reynslunni ríkari. "Þau koma til baka sem litlir sigurvegarar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar