Þrastarhreiður í blómapotti - Dalhús 49

Þrastarhreiður í blómapotti - Dalhús 49

Kaupa Í körfu

Tvö þrastapör hafa hertekið blómapotta við innganginn á heimili í Grafarvogi. Frændsystkinin Guðmundur Tómas, Einar Tómas, Teitur Tómas og Guðrún bíða spennt eftir að ungarnir klekist út, en þrjú egg eru í öðru hreiðrinu og eitt í hinu. Sigrún Guðmundsdóttir, húsfreyjan á heimilinu, segir að sambúðin við fuglana gangi ljómandi vel. "Við erum náttúrulega alsæl með þetta og fórnum þessum blómum, við erum náttúrulega hætt að vökva þau. Þeir eru bara búnir að hertaka pottana og allir bíða spenntir eftir ungunum," segir Sigrún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar