Margrét og Bryndís

Margrét og Bryndís

Kaupa Í körfu

EITT af því skemmtilegasta í lífinu er að eiga góða vini. Það skiptir miklu máli þegar maður er barn og ekki síður þegar maður er orðinn fullorðinn. Það er líka gott að eiga góðan vin, bæði á góðum stundum og þegar eitthvað bjátar á og bæði á veturna og á sumrin því á veturna er notalegt að hafa einhvern til að tala við í skólanum eða vinnunni og á sumrin, þegar maður hefur meiri tíma, er frábært að hafa einhvern til að vera með úti í góða veðrinu. Við hittum Margréti Jóhannsdóttur og Bryndísi Hrönn Kristinsdóttur, sem eru níu og tíu ára og bestu vinkonur, og báðum þær um að segja okkur svolítið frá vináttunni og því hvernig þeim finnst að góður vinur eigi að vera MYNDATEXTI: Bryndís er einkabarn en Margrét á fjórar systur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar