Barokktónlist

Barokktónlist

Kaupa Í körfu

ENDURREISN í flutningi barokktónlistar á Íslandi hefur að miklu leyti átt sér stað á Sumartónleikum í Skálholtskirkju, með metnaðarfullum íslenskum flytjendum, þekktum erlendum tónlistarmönnum á sviði barokktónlistar og flutningi tónlistar á barokkhljóðfæri. Í dag kl. 15 leika þær Chiara Banchini á barokkfiðlu, Marianne Muller á viola da gamba og Françoise Lengellé á sembal tónlist eftir Louis og François Couperin og Jean-Philippe Rameau, en þær eru þekktir frumkvöðlar í endurvakningu barokktónlistarflutnings í Evrópu á síðustu tveimur áratugum. MYNDATEXTI: Chiara Banchini, Marianne Muller og Françoise Lengellé.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar