Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær

Kaupa Í körfu

Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær Talaði fyrir frelsi og fjölbreytni þjóðfélagsins . Guðni Th. Jóhannesson prófessor var settur í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær, að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þegar hann hafði undirritað eiðstaf að stjórnarskránni var hann hylltur, ásamt Elizu Reid, konu sinni, á svölum Alþingishússins, en mikill mannfjöldi lagði leið sína á Austurvöll í gær. „Góðir Íslendingar, nær og fjær. Á þessum fallega degi skulum við horfa björtum augum til framtíðar og við skulum minnast fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi,“ sagði Guðni á svölum Alþingishússins. Í ræðu hans skipaði samfélagsumræðan stóran sess og innflytjendamál einnig. „Við lifum tíma fjölbreytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sérkenni, látið eigin drauma rætast en fundið skjól og styrk í samfélagi manna og réttarríki hér á landi,“ sagði Guðni. „Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar. Og hér hefur þjóðhöfðinginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu frekar, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, varast að setja sig á háan hest,“ sagði hinn nýi forseti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar