Stórsveitin

©Sverrir Vilhelmsson

Stórsveitin

Kaupa Í körfu

RÚM fjörutíu ár hefur Hnotubrjótur Tsjajkovskíjs í endursköpun Dukes Ellingtons og Billys Strayhorns fylgt mér. Því beið ég óþreyjufullur eftir að heyra Stórsveit Reykjavíkur flytja verkið undir stjórn Kanadamannsins af íslenskum ættum: Richards Gilles - þeim hinum sama er blés á trompet með Guitar Islancio á kanadísku plötunni þeirra: Connections. Hafði hann ásamt tveimur félögum sínum skrifað verkið upp eftir hljóðritun Ellingons fyrir Columbiu frá 1960 og eftir því sem ég get dæmt nokkuð nákvæmlega. Það er ekki heiglum hent að glíma við verk Ellingtons. Djassstórsveit er meðal annars ólík sinfóníuhljómsveit að því leyti að hver djassleikari reynir að skapa sér persónulegan tón í stað þess að hljóma líkt og aðrir er leika á sama hljóðfæri - djasshljómsveit líkist að því leyti kór er aðeins væri skipaður fyrsta klassa einsöngvurum með einstaka meðaljón til uppfyllingar MYNDATEXTI: Stórsveitin hefur haldið hverja stórtónleikana á fætur öðrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar