Lúsíuhátíðin Seltjarnarneskirkju

Lúsíuhátíðin Seltjarnarneskirkju

Kaupa Í körfu

Svíar á Íslandi héldu sína árlegu Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju um síðustu helgi en það var í 48. skiptið sem hátíðin er haldin á Íslandi. Lúsíuhátíðir eru haldnar á öllum vinnustöðum og í öllum skólum og leikskólum í Svíþjóð þann 13. desember og þá er yfirleitt ein stúlka í hlutverki Lúsíu og með kerti á höfðinu. Með henni er síðan Lúsíukór sem gengur inn í skrúðgöngu og syngur hátíðleg lög. MYNDATEXTI:Maria Hebman var í hlutverki Lúsíu í Seltjarnarneskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar