Bless fress frumsýnt í Loftkastalanum

Bless fress frumsýnt í Loftkastalanum

Kaupa Í körfu

Þröstur Leó Gunnarsson stendur einn á sviðinu í 110 mínútur og lætur dæluna ganga um allt sem viðkemur karlmennskunni og samskiptum kynjanna í gamanleiknum Bless fress sem leikfélagið 3 Sagas Entertainment frumsýndi á laugardag í Loftkastalanum. Í gamanleiknum leikur Þröstur Leó Þröst, eða Dösta, ráðlausan karlmann sem þarf að komast að því hvers vegna konan yfirgaf hann fyrir tveimur vikum. Eina sem hann veit er að það hefur eitthvað með köttinn hennar að gera. Myndatexti: Fjölskylda og vinir aðstandenda gamanleiksins Bless fress, mættu að sjálfsögðu á frumsýninguna í Loftkastalanum á laugardag: Reimar Pétursson, Björg Vigfúsdóttir, Vigfús Þór Árnason, Þórunn Vigfúsdóttir, Sif Gröndal, Bjarni Haukur Þórsson og Hrefna Ólafsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar