Landspítali Kópavogi

Landspítali Kópavogi

Kaupa Í körfu

FORELDRAR og starfsmenn á endurhæfingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi eru afar ósáttir við að loka eigi deildinni í sparnaðarskyni. Sextán manns hafa starfað á deildinni og þar af tíu með fjölfötluðum einstaklingum en þeim voru afhent uppsagnarbréf í gær. Óvíst er hvaða úrræði verða fundin fyrir þá 23 einstaklinga sem búa á spítalanum í Kópavogi og hvernig þjónustu við 32 fjölfatlaða einstaklinga sem þangað hafa leitað verður háttað MYNDATEXTI: Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari við störf á endurhæfingardeild: "Ég er með sorg í hjarta yfir því að þetta skuli vera gert, því það er verið að fella niður mjög sérhæfða og sértæka þjónustu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar