Stærðfræðiþraut netsíða opnuð

©Sverrir Vilhelmsson

Stærðfræðiþraut netsíða opnuð

Kaupa Í körfu

Ný stærðfræðiþrautasíða var opnuð í Digranesskóla í gær, í tilefni af fjörutíu ára afmæli skólans, en tilgangur hennar er að glæða áhuga nemenda og almennings á stærðfræðinni og gera hana að leik sem fólk getur sameinast um. Á hverjum föstudegi mun birtast á síðunni ein stærðfræðiþraut, sem almenningi er boðið að glíma við og senda inn lausn. Dregnir verða út að minnsta kosti tveir vinningshafar úr nöfnum þeirra sem senda inn réttar lausnir. Myndatexti: Kveikt á fyrstu perunni: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera leysti fyrstu stærðfræðiþrautina með léttum leik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar