Ólafur Páll Ólafsson

Ólafur Páll Ólafsson

Kaupa Í körfu

70. árgangur Verzlunarskólablaðsins kominn út SKÓLABLAÐ Verzlunarskólans hefur ævinlega verið sérlega vandað og er eiginlega orðið að bók frekar en blaði. Ólafur Páll Ólafsson sem ritstýrði blaðinu að þessu sinni segir ástæðuna fyrir því að svo mikið sé lagt í skólablöðin sem raun ber vitni, vera þá að hugsunarhátturinn í Versló hafi af einhverjum ástæðum ævinlega verið sá að toppa blaðið frá árinu á undan. "Þau sem gáfu út blaðið í fyrra sprengdu eiginlega allan skalann með því að hafa blaðið innbundið í harðspjöld. Okkur í ritnefndinni núna var því ekki stætt á öðru en hafa þetta enn flottara." Verzlunarskólablaðið í ár er því bæði í stærra broti en í fyrra, heilar 245 blaðsíður, innbundið í harðspjöld og auk þess í viðhafnaröskju. "Uppsetjarinn hjá okkur var sá sami og í fyrra, Ólafur Breiðfjörð, sem er alveg rosalega fær á sínu sviði eins og sjá má þegar blaðinu er flett." MYNDATEXTI: Ólafur Páll Ólafsson ritstjóri kampakátur með eitt veglegt eintak og askjan góða við hlið hans í sófanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar