Listasafnið á Akureyri - Geometríuvit

Skapti Hallgrímsson

Listasafnið á Akureyri - Geometríuvit

Kaupa Í körfu

LISTAVERK eftir Finnboga Pétursson, geometríuviti, var híft upp á þak Listasafnsins á Akureyri í gær og verður þar til frambúðar. Um er að ræða glerbúr sem í verður tölvustýrður ljóskastari er varpa mun teikningum eftir listamanninn út í myrkrið - svokölluðum umhverfisteikningum - enda vitinn aðeins í gangi eftir að rökkva tekur, eins og nærri má geta. Fyrsta grunnteikningin verður spírall. "Þetta er sjálfstætt listaverk en jafnframt hluti af byggingunni," sagði Hannes Sigurðsson, sem rekur Listasafnið á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar