Þjóðminjasafnið opnað á ný

Þjóðminjasafnið opnað á ný

Kaupa Í körfu

Mynd Tryggva Gunnarssonar af ömmu sinni sem var fædd 1779 Á LJÓSMYNDASÝNINGU sem sett hefur verið upp í Þjóðminjasafni eru m.a. til sýnis myndir af elstu Íslendingum sem vitað er til að festir hafi verið á filmu. Þetta eru Valgerður Árnadóttir Briem og séra Guttormur Pálsson. Valgerður bjó á Grund í Eyjafirði. Hún var amma Tryggva Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Gránufélagsins og síðar alþingismanns og bankastjóra. Hann lærði ljósmyndun og tók þessa mynd af ömmu sinni. Valgerður var fædd 1779 og dó 1872. Ekki er vitað um neina íslenska konu sem fædd er fyrr sem hefur verið fest á filmu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar