Ljósmyndarar

Teiknarar

Ólöf Erla Bjarnadóttir

Ólöf Erla Bjarnadóttir

Kaupa Í körfu

Leirlistakonan Ólöf Erla Bjarnadóttir hefur undanfarin ár verið að búa til handrenndar jólakúlur og þá var engin jólakúla eins. Hún segist fljótt hafa fundið að það væri markaður fyrir handgerðar jólakúlur og ákvað í fyrra að hefja framleiðslu á sérstakri jólakúlulínu og setja þá nýja jólakúlu á markað fyrir hver jól. "Viðbrögðin í fyrra voru alveg frábær og ég sinnti bókstaflega engu öðru en að framleiða jólakúlur og var að setja frá mér síðustu jólakúluna á hádegi á aðfangadag." MYNDATEXTI: Leirlistakonan Ólöf Erla Bjarnadóttir: Með jólakúluna síðan í fyrra og þá sem hún hannaði fyrir komandi jól.

Frekari upplýsingar