Flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli

Kristján Kristjánsson

Flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli

Kaupa Í körfu

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Akureyrarflugvelli sl. laugardag. Að æfingunni komu nálægt 400 manns, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitarfólk, flugvallarstarfsmenn og yfir 50 farþegar, sem ýmist voru "látnir" eða misjafnlega mikið "slasaðir." Kveikt var í bílflökum sem flugvél og farþegarnir lágu á víð og dreif í kringum flugvöllinn. Æfingin teygði sig upp á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hlúð var að "slösuðum" farþegum vélarinnar. MYNDATEXTI: Flugslys Bílflök voru notuð sem flugvél sem hafði farist og logaði mikill eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar