Almannaskarðsgöng

Sigurður Mar Halldórsson

Almannaskarðsgöng

Kaupa Í körfu

Hornafjörður | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði jarðgöng undir Almannaskarð formlega í gær. Jarðgöngin sjálf eru 1.146 metrar að lengd og steyptir forskálar eru 162 metrar. Göngin teljast því í heild 1.308 metrar. Heildarfjárveiting til verksins er 1,1 milljarður króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er endanlegur kostnaður innan þess ramma. MYNDATEXTI:Fyrsti bíllinn ekur í gegn, 75 ára gamall Ford, sem áður var í eigu bónda í Lóni. Bíllinn hefur vafalaust skrölt ófáar ferðirnar yfir Almannaskarð en í gær brunuðu Óskar Alfreðsson, núverandi eigandi hans, og Karl Guðmundsson frá Þorgeirsstöðum í Lóni í gegnum fjallið. Nokkrir Lónmenn fengu far á pallinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar